Afhverju að velja Ég um mig
Hefur þér einhvern tímann liðið eins og þú sért að hlaupa í hringi án þess að hafa neina skýra stefnu? Ég hef verið þar margoft líka, með 100 týnd notes í símanum og allt í óreiðu.
Þar kemur Ég um mig dagbókin inn sem verkfæri til að snúa hlutunum við og breyta því hvernig þú vinnur að markmiðum þínum. Hálfsársáætlanir og regluleg dagsplön þar sem þú stjórnar dagsetningum. Í stað þess að treysta á víðamikil nýársheit sem fjara út í febrúar þá skiptir þú árinu niður í tvo hluta. Það gefur þér tækifæri til þess að staldra við, fara yfir stöðuna, fagna litlum sem stórum sigrum og fínstilla þína áætlun eftir þörfum.
Framundan eru fleiri árangursríkir dagar þar sem öll mikilvæg verkefni og markmið eru á einum stað og fara ekki framhjá þér.